FJÖLNOT eru einföld í útliti og henta bæði með gömlu og nýju og fara vel jafnt í eldhúsi, stofu, barnaherbergi, baðherbergi, forstofu, skrifstofu eða í skólum. Um er að ræða fjórar stærðir af borðum sem eru öll á hjólum, bekki í sömu lengd og borðin og kolla. Við borðin má nota flestar gerðir stóla eða bekki og kolla úr FJÖLNOT línunni. Bekkina og kollana má líka nýta staka hvar sem er innandyra eða sem smáborð.

 

Dóra Hansen og Heiða Elín Jóhannsdóttir innanhússarkitektar tilheyra hópi nokkurra innanhússarkitekta sem kallar sig eittA og hefur verið starfandi í 15 ár. Þær hafa unnið að fjölbreytilegum hönnunarverkefnum jafnt fyrir heimili sem fyrirtæki. Húsgagnalínan FJÖLNOT varð upphaflega til þegar þær innréttuðu eigin teiknistofu og vantaði gott vinnu- og fundarborð.

 

 

Fáanlegar Stærðir:

 

Borð

75x120cm

80x140cm

90x160cm

120x120cm

 

Bekkir

40x120cm

40x140cm

40x160cm

 

Kollar

40x40cm

Litir:

Hvitur

Svartur

Rauður

Gulur

Grænn

 

Stálgrindurnar eru dufthúðaðar og plöturnar eru úr mdf sem er

lakkað með sérstöku háglans lakki sem gefur Fjölnot línunni

góða endingu.